Gorgónurnar
Útlit
Gorgónur eru kvennverur í grískri goðafræði. Gorgón þýðir hrikaleg á forn-grísku. Gorgónurnar eru þrjár systur sem heita Medúsa, Sþenó og Evrýale. Þær eiga allar það sameiginlegt að vera með hár úr lifandi eitruðum snákum og ásjónu sem breytti öllum sem litu á þær í stein. Tvær af þremur systrunum voru ódauðlegar, en systir þeirra Medúsa var það ekki og hún var drepin af Perseifi.