Fara í innihald

Gorgónurnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gorgónur eru kvennverur í grískri goðafræði. Gorgón þýðir hrikaleg á forn-grísku. Gorgónurnar eru þrjár systur sem heita Medúsa, Sþenó og Evrýale. Þær eiga allar það sameiginlegt að vera með hár úr lifandi eitruðum snákum og ásjónu sem breytti öllum sem litu á þær í stein. Tvær af þremur systrunum voru ódauðlegar, en systir þeirra Medúsa var það ekki og hún var drepin af Perseifi.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.