Fara í innihald

Haim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haim
Haim árið 2018 V–H: Alana, Danielle, Este Haim
Haim árið 2018
V–H: Alana, Danielle, Este Haim
Upplýsingar
UppruniLos Angeles, Kalifornía, BNA
Ár2007–í dag
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
  • Alana Haim
  • Danielle Haim
  • Este Haim
Fyrri meðlimir
  • Dash Hutton
Vefsíðahaimtheband.com

Haim (stílað HAIM) er bandarísk rokkhljómsveit frá Los Angeles. Hún samanstendur af þrem systrum, Este (bassi og söngur), Danielle (söngur, gítar, og trommur), og Alana Haim (gítar, hljómborð, og söngur).

Þær skrifuðu undir hjá tónlistarútgáfunum Polydor Records og Roc Nation eftir að hafa gefið út fyrstu EP-plötuna sína, Forever, árið 2012. Fyrsta breiðskífan, Days Are Gone, kom út árið 2013 og komst á vinsældalista í nokkrum löndum, þar með talið í fyrsta sæti í Bretlandi. Hljómsveitin var tilnefnd í flokknum nýliði ársins (Best New Artist) á 57. árlegu Grammy-verðlaununum. Þær hlutu einnig tilnefningu fyrir plötuna Women in Music Pt. III í flokknum plata ársins (Album of the Year) árið 2021.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Days Are Gone (2013)
  • Something to Tell You (2017)
  • Women in Music Pt. III (2020)
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.