Fara í innihald

Líffærafræði mannsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Líffærafræði mannsins er undirgrein líffræði mannsins og líffærafræðinnar sem fæst við rannsóknir á líffærakerfum mannsins.

Efni líkamans

[breyta | breyta frumkóða]

Yfir 99% mannslíkamans samanstendur af 13 frumefnum; kolefni, vetni, súrefni, fosfór, kalíum, joð, nitur, brennistein, kalsíum, járn, magnesíum, natríum og klór. Um 60%-70% mannslíkamans er vatn, sem er þá með einföldustu lífrænu efnasamböndunum innan líkamans, en þau flóknu eru sykrur, fita, sterar, hormón, fosfólípið o.fl. Líkaminn þarfnast einnig ýmissa annarra efna fyrir viðhald sem hann fær úr umhverfinu, um er að ræða stein- og fjörefni.