The Unit
The Unit | |
---|---|
Tegund | Herdrama Sérsveit Spennu Fjölskyldudrama |
Þróun | David Mamet |
Leikarar | Dennis Haysbert Regina Taylor Scott Foley Robert Patrick Max Martini Abby Brammell Demore Barnes Michael Irby Audrey Marie Anderson |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 4 |
Fjöldi þátta | 69 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | Fort Griffith herstöðin í Bandaríkjunum |
Lengd þáttar | 42 mín |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | CBS |
Myndframsetning | 480i (SDTV) 1080i (HDTV) |
Sýnt | 7. mars 2006 – 10. maí 2009 – |
Tenglar | |
Vefsíða | |
IMDb tengill |
The Unit er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lið leynilegrar Delta Force sérsveitar innan Bandaríska hersins. Höfundurinn að þættinum er David Mamet.
Framleiddar voru fjórar þáttaraðir og var fyrsti þátturinn frumsýndur 7. mars 2006.
Framleiðsla
[breyta | breyta frumkóða]The Unit er byggður á bók Eric L. Haneys Inside Delta Force: The Story of America's Elite Counter terrorist Unit (ISBN 0-440-23733-5). Þátturinn var hannaður af framleiðendunum David Mamet og Shawn Ryan.
Þátturinn var framleiddur af The Barn Productions Inc., David Mamet Entertainment, Fire Ants Films í samvinnu við 20th Century Fox Television.
Tökustaðir
[breyta | breyta frumkóða]The Unit var aðallega tekinn upp í Santa Clarita, Kaliforníu og í Southwest Marine Studio við Terminal Island, Wilmington í Los Angeles, Kaliforníu.[1]
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]The Unit fylgir eftir daglegu lífi meðlima leynilegrar Delta Force sérsveitar (kallað The Unit í þættinum) og fjölskyldum þeirra.
Persónur
[breyta | breyta frumkóða]Persóna | Leikin af | Þáttaraðir | Kallmerki |
---|---|---|---|
Yfirliðsþjálfi Jonas Blane | Dennis Haysbert | 1-4 | Snake Doctor |
Molly Blane | Regina Taylor | 1-4 | |
Liðsþjálfi Fyrsta Stig Bob Brown | Scott Foley | 1-4 | Whipporwill en var breitt um miðja fyrstu þáttaröð í Cool Breeze eftir að lífi hans var ógnað |
Kim Brown | Audrey Marie Anderson | 1-4 | |
Master Liðsþjálfi Mack Gerhardt | Max Martini | 1-4 | Dirt Diver |
Tiffy Gerhardt | Abby Brammell | 1-4 | |
Liðsþjálfi Fyrsta Stig Charles Grey | Michael Irby | 1-4 | Betty Blue |
Stórfylkishershöfðingji Thomas Ryan | Robert Patrick | 1-4 | Dog Patch |
Liðsþjálfi Fyrsta Stig Hector Williams | Demore Barnes | 1-3 | Hammer Head |
Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Yfirliðsþjálfi og yfirmaður Alpha liðsins: Jonas Blane er fyrrverandi meðlimur Ranger fylkisins. Giftur Molly Blane og saman eiga þau eina dóttur. Talar spænsku, frönsku, portugölsku, arabísku og persnesku. Í enda fjórðu þáttaraðar yfirgefur Molly, Jonas þar sem hann neitar að hætta í sérsveitinni.
- Molly Blane: Gift Jonas Blane og saman eiga þau eina dóttur. Vann sem fasteignasali og fyrir Blackthorne Security. Í enda fjórðu þáttaraðar yfirgefur Molly, Jonas þar sem hann neitar að hætta í sérsveitinni.
- Liðsþjálfi Fyrsta Stig : Bob Brown er fyrrverandi meðlimur Ranger fylkisins og Flugriddara fylkisins. Giftur Kim Brown og saman eiga þau þrjú börn. Talar spænsku og Pashto/Urdu. Bob er eini meðlimur liðsins með háskólagráðu og er fulllærður flugmaður.
- Kim Brown: Gift Bob Brown og saman eiga þau þrjú börn. Vann sem útvarpskona á svæðisútvarpinu KTML The Missile.
- Master Liðsþjálfi: Mack Gerhardt er fyrrverandi meðlimur Ranger fylkisins. Giftur Tiffy Gerhardt og saman eiga þau tvær dætur. Gerhardt talar ítölsku og þýsku. Hann kemst að því í byrjun fjórðu þáttaraðar að Tiffy hélt framhjá honum með Tom Ryan.
- Tiffy Gerhardt: Gift Mack Gerhardt og sama eiga þau tvö börn. Hélt framhjá Mack með Tom Ryan. Gerhardt hefur unnið sem kennari og strippdansari. Hún tók á sig sökina fyrir Charlotte sem keyrði undir áhrifum lyfja með þeim afleiðingum að bílstjóri annars bíls lést, þar sem Charlotte hafði bjargað lífi hennar.
- Liðsþjálfi Fyrsta Stig: Charles Grey var meðlimur að Green Beret fylkinu og Ranger fylkinu. Giftist Joss Morgan í enda fjórðu þáttaraðar. Grey talar spænsku, portúgölsku, frönsku, arabísku og kóresku.
- Liðsþjálfi Fyrsta Stig: Hector Williams er fyrrverandi meðlimur Ragner fylkisins. Talar arabísku og spænsku. Hann var trúlofaður en hún sleit henni eftir að hún komst að því hvað hann starfaði við. Í þættinum Five Brothers deyr Hector frá byssuskoti sem hann verður fyrir.
- Stórfylkishershöfðingi: Thomas Ryan er yfirmaður deildar sérsveitarinnar og átti í ástarsambandi við Tiffy Gerhardt. Giftist Charlotte Canning í enda fyrstu þáttaraðar en skildi svo við hana í byrjun þriðju þáttaraðar.
Aukapersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Betsy Blane (Angel M. Wainwright): er dóttir Jonas og Molly Blane. Skráði sig í herinn gegn vilja móður sinnar. Var rænt í Írak og færð til Sýrlands. Þaðan sem henni og félögum er bjargað af liðinu og Tom Ryan.
- Charlotte Ryan (Rebecca Pidgeon): Giftist Tom Ryan í enda fyrstu þáttaraðarinnar. Var skotin tvisvar sinnum í bakið af Serbenskum stríðsglæpamanni í brúðkaupi sínu. Keyrði annan bíl útaf með þeim afleiðingum að bílstjóri hans lést undir áhrifum lyfja. Tiffy tók á sig sökina fyrir hana þar sem Charlotte hafði bjargað lífi hennar. Skildi við Tom í byrjun þriðju þáttaraðar. Seldi leyndarmál um sérsveitina.
- Joss Grey (Bre Blair): Giftist Charles Grey í enda fjórðu þáttaraðarinnar.
- Liðsþjálfi Kayla Medawar (Kavita Patil): Starfsmaður innan deildar sérsveitarinnar og oftast innan handar fyrir liðið þegar það er í verkefnum.
- Réttarliðsforingji Bridget Sullivan (Nicole Steinwedell): Gerðist meðlimur sérsveitarinnar í byrjun fjórðu þáttaraðarinnar.
- Starfsliðsþjálfi Sam McBride (Wes Chatham): Gerðist meðlimur sérsveitarinnar í þættinum Hero í fjórðu þáttaröðinni.
Þáttaraðir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]Önnur þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]Þriðja þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]Fjórða þáttaröð
[breyta | breyta frumkóða]DVD útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Allar fjórar þáttaraðir af The Unit hafa verið gefnar út á svæðum 1,2, og 4.
DVD nafn | Svæði 1 | Svæði 2 | Svæði 4 |
---|---|---|---|
Sería 1 | 19. september 2006 | 30. apríl 2007 4. júlí 2007 (Frakkland) 8. ágúst 2007 (Belgía) |
18. apríl 2007 |
Sería 2 | 25. september 2007 | 22. október 2007 | 4. mars 2007 |
Sería 3 | 14. október 2008 | 20. október 2008 | 8. apríl 2009 |
Sería 4 | 29. september 2009 | 22. febrúar 2010 | maí 2010 |
Sería 1-4 | 29. september 2009 | 22. febrúar 2010 | maí 2010 |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „The Unit“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. desember 2011.
- The Unit á Internet Movie Database
- The Unit heimasíðan á CBS sjónvarpsstöðinni