Fara í innihald

Óeirðirnar í London 2011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Teppaverslun í Tottenham sem brann til grunna í óeirðunum

Óeirðirnar í London 2011 hófust með ránum og íkveikjum þann 6. ágúst 2011 í hverfinu Tottenham í Norður-London. Óeirðirnar brotust út vegna dauða Mark Duggan sem var skotinn til bana af lögreglunni.[1] Óeirðirnar urðu líka í öðrum hverfum borgarinnar, þar á meðal Brixton, Clapham, Croydon, Enfield, Ealing, Hackney, Lewisham og Peckham.[2] Þann 8. ágúst kom forsætisráðherra Bretlands David Cameron heim úr fríi á Ítalíu vegna óeirðanna og fundaði með COBR (e. Cabinet Office Briefing Room).[3] Cameron tilkynnti 9. ágústBreska þingið hefði verið kallað saman úr sumarfríi til að ræða óeirðirnar og að 16.000 lögreglumenn yrðu á götum borgarinnar þann daginn.[4] Daginn áður voru aðeins 6.000 lögreglumenn á götunum.[5]

Óeirðir brutust líka út í Birmingham, Bristol, Liverpool og Manchester í kjölfar óeirðanna í London.[2][5] Að minnsta kosti 563 hafa verið handteknir vegna óeirðanna og 105 hafa verið kærðir.[5]

Heimildir

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.