Ermalín
Útlit
Ermalín[1] (eða ermalíning,[2] oftast haft í fleirtölu, eða handstúka,[3] þó það orð sé einnig haft um manséttur (eða úlnliðsskjól)) er fremsti hluti ermar á skyrtu. Ermalíningar eru uppslög á skyrtuermi og oftast úr þykkara og stífara efni en skyrtan sjálf, rétt eins og skyrtukraginn. Ermalíningar sem standa einar og sér (stakar) nefnast manséttur.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2015. Sótt 14. ágúst 2013.
- ↑ „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2015. Sótt 14. ágúst 2013.
- ↑ „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 14. ágúst 2013.