Fara í innihald

Rof

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rof er flutningur setkorna og annarra uppleystra efna með roföflum frá veðrunarstað til setmyndunarstaðar. Til rofafla teljast meðal annars jöklar, vatnsföll, vindar og hafstraumar. Þyngdarkraftur jarðar skipar stóran sess í rofi, bæði sem hluti af fyrrnefndum roföflum en einnig sem eðjuflóðavaldur. Rof er einn stærsti þáttur landmótunar þar sem bergmylsnan, sem roföflin flytja, sverfur undirliggjandi berg.

Flutningsmáti sets í straumefnum, svo sem vindi og vatnsföllum, er með tvenns konar hætti. Annars vegar er um að ræða botnskrið stærri korna þar sem þau annað hvort skríða eða hoppa eftir botninum. Hins vegar er aursvif smærri korna í svo kallaðri grugglausn. Hvort setkorn ferðast með botnskriði eða aursvifi fer eftir kornastærð og straumhraða.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.