Hudsonflói
Útlit
Hudsonflói (enska: Hudson Bay; inuktitut: Kangiqsualuk ilua; franska: baie d'Hudson) er stór flói sem gengur inn í norðvesturhluta Kanada. Flóinn tengist við Norður-Atlantshaf um Hudsonsund og við Norður-Íshaf um Foxe-sund. Úr flóanum suðaustanverðum gengur minni flói sem nefnist James-flói. Hann er yfirleitt talinn til Atlantshafsins enda rennur vatn úr honum aðallega þangað. Í flóann rennur mikið af ferskvatni úr vatnasviði sem nær yfir stóran hluta af Kanada og Bandaríkjunum. Flóinn er aðeins 100 metra djúpur að meðaltali. Hann er ísi lagður meirihluta ársins. Flóinn dregur nafn sitt af breska landkönnuðinum Henry Hudson sem kannaði flóann í upphafi 17. aldar og týndist þar árið 1611.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hudsonflóa.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Hudsonflói.